Bílverk BÁ - Starfsemin
Bílverk BÁ er vottað verkstæði samkvæmt úttekt Bílgreinasambandsins og vinnur eftir gæðakerfi sem tryggir viðskiptavinum aukið öryggi. Allir bílar fara í gegnum skjalfest ferli og viðurkennast fullviðgerðir við afhendingu. Ef um skráðan tjónabíl er að ræða afmáist sá stimpill ef gert er við hann hjá Bílverk BÁ. Við verklok stenst bíllin allar kröfur framleiðanda.
Bílverk BÁ hefur yfir að ráða:
- Einum fullkomnasta sprautuklefa á landinu
- Car-O-Liner réttingabekk með fullkomnum mælitækjum
- Fullkominni Fan punktsuðuvél sem tryggir að samsetningar séu jafngóðar og frá verksmiðju.
Starfsmenn Bílverks BÁ eru menntaðir samkvæmt kröfum nútímans og fylgjast með nýjungum í greininni til að tryggja nútímaleg og vönduð vinnubrögð.
Bílverk BÁ er eitt af 5 stjörnu verkstæðum Sjóvá og vinnur eftir vottuðu gæðakerfi BGS þar sem tryggt er að: - Fagmenntaðir meistarar bílgreina eru ábyrgir fyrir viðgerðum. - Tækjabúnaður uppfylli kröfur. - Móttaka er aðgreind frá verkstæði. - Farið sé að lögum og reglum.
Nánar um BGS vottun hér : http://www.bsiaislandi.is/index.php/bgs-skoeanir.html